Fara á efnissvæði

Persónuvernd

Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks (SVS) er hýstur hjá VR og vinnur starfsfólk VR fyrir sjóðinn samkvæmt þjónustusamningi.

Þjónustusamningurinn snýr að almennum rekstri sjóðsins, uppgjöri og þjónustu við aðildarfélög hans og afgreiðslu fyrirtækjastyrkja sem berast sjóðnum gegnum www.attin.is.

Jafnframt vinnur Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks samkvæmt þjónustusamningi aðildarsjóða sem standa að vefgáttinni www.attin.is og heldur utan um rekstur, viðhald og umsjón vefgáttarinnar. Hver sjóður innan Áttarinnar afgreiðir eigin umsóknir sem tengjast og berast þeim sjóði af aðgangsstýrðu vefsvæði hvers sjóðs.

Með persónuverndaryfirlýsingu VR er greint frá hvernig Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks, kt. 660700-2420, Kringlunni 7, 103 Reykjavík og VR, kt. 690269-2019, Kringlunni 7, 103 Reykjavík standa að söfnun, skráningu, vinnslu, vistun og miðlun persónugreinanlegra gagna um félagsfólk aðildarfélaga og fyrirtækja sem sækja um styrk í sjóðinn.

 

Horft er sérstaklega til 4. liðar 11.gr. laga nr. 90/2018, Sérstök skilyrði við vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga - vegna vinnslu við afgreiðslu styrkja, hvort sem er til félagsfólks eða fyrirtækja sjóðsins.

 

SVS og VR vinna persónuupplýsingar í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf á Íslandi á hverjum tíma, sem og viðkomandi gerðir samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Lögin taka m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.                                         

Persónuvernd er SVS og VR mikilvæg

Öflug persónuvernd er SVS og VR mikilvæg og leggjum við mikla áherslu á að virða réttindi félagsfólks okkar og að öll meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við gildandi regluverk á hverjum tíma.