Einstaklingur sækir um styrk
1
Umsókn
Sótt er um á Mínum síðum á vr.is. Félagsfólk annarra aðildarfélaga LÍV sækir um hjá sínu stéttarfélagi.
2
Reikningur
Greiddur reikningur verður að vera á nafni þess sem sækir um og staðfesting á að reikningur sé greiddur þarf að fylgja.
Eingöngu er tekið við greiðslukvittunum þar sem sjá má staðfestar færslur/greiðslur frá íslenskum bankareikningi/greiðslukorti til viðkomandi fræðsluaðila. Sjóðurinn tekur ekki gildar greiðslukvittanir fyrir námi/námskeiðum sem greidd eru með peningum.
3
Upplýsingar
Lýsing á námi skal fylgja með umsókn ef óljóst er hvers konar nám/námskeið sótt er um.
4
Greiðsla
Styrkur greiddur inn á reikning félaga að uppfylltum skilyrðum sjóðsins.
Athugið
Veittur styrkur er 90% af reikningi vegna náms, starfstengdu námskeiðsgjaldi eða ráðstefnugjaldi.
Hámarksstyrkur er 180.000 kr. og 540.000 kr. þegar félagi á rétt á uppsöfnun. Veittur styrkur af tómstundanámskeiði er 50% að hámarki 40.000 kr. sem dregst frá árlegum hámarksstyrk.
Tómstundastyrkur hefur ekki áhrif á uppsöfnun.
Veittur ferðastyrkur vegna náms/starfstengdra námskeiða er 50% að hámarki 50.000 kr. sem dregst frá árlegum hámarksstyrk.
Fyrirtæki sækir um styrk
1
Umsókn
Sótt er um á attin.is
2
Reikningur
Greiddur reikningur verður að vera á nafni fyrirtækis og staðfesting á að reikningur sé greiddur þarf að fylgja.
3
Upplýsingar
Lýsing á námi skal fylgja með umsókn ásamt lista (á excel-formi) yfir starfsfólk sem sóttu námið/námskeiðið. Listinn þarf að innihalda nafn-kennitölu og stéttarfélagsaðild þátttakenda.
4
Greiðsla
Styrkur greiddur inn á reikning fyrirtækis að uppfylltum skilyrðum sjóðsins.
Athugið
Veittur styrkur er 90% af reikningi vegna náms, starfstengdu námskeiðsgjaldi eða ráðstefnugjaldi.
Hámarksstyrkur er 390.000 kr.
fyrir hvern félaga.
Hámarksstyrkur til fyrirtækja er
kr. 4 milljónir á ári.
Sameiginlegur styrkur einstaklings og fyrirtækis
1
Kostnaður
Nám verður að kosta að lágmarki 200.000 kr.
2
Reikningur
Það skiptir ekki máli á hvoru nafni greiddur reikningur er, á nafni fyrirtækis eða félaga.
3
Umsókn
Félagi sækir um styrkinn á Mínum síðum á vr.is eða hjá sínu LÍV-félagi og gildir sú umsókn einnig vegna styrks fyrirtækisins og þarf því ekki að senda inn sér umsókn fyrir fyrirtækið.
Yfirlýsing frá fyrirtækinu verður að fylgja með umsókninni þar sem fram kemur að um sé að ræða sameiginlega umsókn og að námið sé hluti af starfsþróunaráætlun félaga.
4
Afgreiðsla
Við samþykkt umsóknar dregst styrkupphæðin af rétti beggja. Miðað er við 50/50 en ef félagi á rétt á uppsöfnun þá er uppsöfnunin nýtt fyrst og svo réttur fyrirtækis.
5
Útborgun
Styrkupphæð greiðist inn á reikning beggja.
6
Upphæð styrks
Samanlagður styrkur er 90% af námsgjaldi –hámark 570.000 kr. (180.000 kr. réttur félaga + 390.000 kr. réttur fyrirtækis)
eða
800.000 kr. þegar félagi á rétt á uppsöfnun