Fara á efnissvæði

Viðmið vegna stjórnendaþjálfunar

Stjórnendaþjálfun (einnig þekkt sem stjórnendamarkþjálfun) felur í sér að styðja stjórnendur og leiðtoga við að efla færni sína í stjórnun, ákvarðanatöku og samskiptum. Þjálfunin getur verið í formi einstaklingsmiðaðrar þjálfunar eða hópþjálfunar sem miðar að því að bæta frammistöðu og þróa leiðtogahæfni.


Samkvæmt reglum Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks telst stjórnendaþjálfun/starfstengd markþjálfun styrkhæf sem starfstengd sjálfstyrking, þó svo markþjálfun falli ekki að hefðbundnum viðmiðum sjóðsins um námskeið.


Skilyrði fyrir styrkhæfni í einstaklingsmiðaðri þjálfun – hámark 12 tímar á ári:


• Þjálfunin verður að vera starfstengd.
• Fjöldi tíma þarf að koma fram á reikningi.
• Önnur markþjálfun sem ekki er tengd starfi er ekki styrkhæf.
• Upplýsingar um stjórnendaþjálfun verða að vera aðgengilegar.

Skilyrði fyrir styrkhæfni stjórnendaþjálfunar í formi námskeiðs eða fyrirlesturs eru að þau falli að viðmiðum sjóðsins um skilgreiningu á námskeiði.


• Skilgreint upphaf og endir.
• Upplýsingar námskeiðs aðgengilegar og skýrar.
• Námskeiðið verður að fylgja fyrirfram ákveðinni áætlun eða skilgreiningu.
• Önnur fyrirtæki geta keypt sambærileg námskeið.


Skilgreining sjóðsins á hvað telst til stjórnendaþjálfunar


Stjórnendaþjálfun (e. management training eða leadership training) er ferli sem felur í sér skipulagða kennslu og þjálfun til að bæta hæfni, þekkingu og færni stjórnenda í fyrirtækjum og stofnunum. Markmið stjórnendaþjálfunar er að þróa leiðtogahæfni, bæta ákvarðanatöku, auka skilvirkni í stjórnun og efla samskiptafærni.


Helstu þættir stjórnendaþjálfunar og námskeið henni tengdri verða að vera almennir og falla að:


1. Leiðtogahæfni – Þjálfun í að leiða teymi, hvetja starfsfólk og byggja upp árangursríka vinnustaðamenningu.
2. Samskiptafærni – Að bæta hlustun, lausn ágreinings og áhrifaríka tjáningu.
3. Stefnumótun og ákvarðanataka – Að læra að setja skýr markmið, meta aðstæður og taka árangursríkar ákvarðanir.
4. Teymisvinna og verkefnastjórnun – Að skipuleggja, forgangsraða verkefnum og dreifa ábyrgð innan hópa.
5. Árangursstjórnun – Að mæla og bæta frammistöðu starfsfólks og skipulagsheilda.
6. Breytingastjórnun – Að leiða fyrirtæki og hópa í gegnum breytingar á árangursríkan hátt.
7. Sjálfsþekking og sjálfsstjórn – Að þróa sjálfsaga, tilfinningagreind og streitustjórnun.


Hér geta vinnustofur tengdar stefnumótun innan fyrirtækis eða vinnu við framtíðarsýn fyrirtækis ekki fallið undir skilgreiningu námskeiðs þar sem verið er að skilgreina, meta og túlka innri starfsemi og mögulegar úrbætur.