Námskeið, nám, einkakennsla
Námskeið verður að falla að viðmiðum sjóðsins um námskeið:
• Afmarkaður hluti náms sem fylgir fyrirfram ákveðinni áætlun eða skilgreiningu og lýkur yfirleitt með vottun á frammistöðu eða annars konar staðfestingu.
• Námskeið verður að hafa skilgreint upphaf, endi og leiðbeinanda.
• Upplýsingar um námskeið þurfa að vera aðgengilegar.
Ráðgjöf, persónuleg áætlun eða handleiðsla uppfylla ekki skilyrði námskeiðs af hálfu sjóðsins.
Aðgangur að öppum í íslensku eru styrkhæf falli þau að ofangeindum viðmiðum
Leiðbeinandi íslenskunámskeiða, íslenskunáms eða einkakennslu sem starfar annarsstaðar en hjá viðurkenndum fræðsluaðila samþykktum af Mennta- og barnamálaráðuneytinu eða Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu verður að búa yfir neðangreindum hæfnikröfum og reynslu svo þjónusta viðkomandi teljist styrkhæf af starfsmenntasjóðum.
Aðrar hæfnikröfur:
• Marktæk þekking á kennslu tungumála
• Reynsla af kennslu frá viðurkenndum fræðsluaðila
• Hafa stundað nám á háskólastigi
• Fagleg vinnubrögð og metnaður til að skila góðri vinnu
Ofangreind viðmið eiga einnig við um annað tungumálanám, námskeið og einkakennslu