Fara á efnissvæði

Stafrænir fræðslupakkar

Sjóðurinn veitir styrki til fyrirtækja vegna kaupa á áskrift að stafrænum fræðslupökkum. Styrkur til fyrirtækis er 90% af áskriftargjaldinu að hámarki kr. 390.000 á hvern einstakling sem er félagi í VR/LÍV.

Einungis er hægt að sækja um styrk vegna slíkra fræðslupakka eftir að 6 mánuðir hafa liðið af áskrift og virkni fyrirtækis sýnileg í keyptum pökkum*. Með umsókn þarf að fylgja umbeðin greinagerð.

Með umsókn vegna áskriftar að stafrænum fræðslupakka þarf að fylgja greinagerð sem tekur á eftirfarandi:

  • Fræðsluáætlun fyrirtækis
  • Hvaða fræðsla** hefur verið keyrð frá áskrift og hvaða fræðsla er fyrirætluð fyrir ákveðna hópa fyrirtækis
  • Sýnt er fram á að 80% félaga hafi tekið þátt í fræðslu sem hluti af starfsþróun þeirra
  • Hvernig fyrirtækið kemur fræðslunni á framfæri til ákveðinna hópa innan fyrirtækis
  • Hvenær og hvernig starfsfólki er ætlað að nýta fræðsluna

Viðmið gagnvart áskrift fyrirtækja að stafrænum fræðslupökkum

Myndefni

Leiðbeiningar

Fyrirlestrar

Fræðslufundir

Námskeið

Sérsniðin þjálfun

Stafrænn fræðslupakki

Við skilgreiningu á stafrænum fræðslupakka er horft til samansafns kennsluefnis og upplýsinga sem sett eru saman í þeim tilgangi að miðla þekkingu í aðkeyptum fræðslupakka innan fyrirtækis. Framsetning kennsluefnis innan fræðslupakka getur verið með fjölbreyttum hætti.

*Á ekki við þegar keyptir eru fræðslupakkar fyrir einstaka starfskrafta. 

** námskeið, sprettir, ákveðna pakka eða annað sem fellur undir fræðslu.  

 

Regla 11 á ekki við vegna áskriftar fyrirtækja að íslenskuþjálfunaröppum. Stuðst er við almennar úthlutunarreglur sjóðsins við afgreiðslu slíkra umsókna og viðmiða við styrkhæfni í íslenskukennslu, sjá nánar hér