Áskrift að rafrænu námsumhverfi er styrkhæf í sjóðinn. Styrkur nemur 90% af reikningi en þó aldrei meira en kr. 6000,- fyrir hvern félaga á ári. Skilyrði er að gerður sé og greiddur áskriftarsamningur fyrir a.m.k. 6 mánuði.
Með umsókn vegna áskriftar að rafrænu námsumhverfi þarf að fylgja greinagerð sem tekur á eftirfarandi:
- Lýsing á því hvaða fræðslu verður boðið upp á með þessum hætti
- Hvaða fræðsluefni er tilbúið til notkunar
- Hvernig fræðsluefni verður sótt / keypt eða þróað
- Hvernig fyrirtækið hyggst koma fræðslunni á framfæri til starfsfólks
- Hvenær og hvernig starfsfólki er ætlað að nýta fræðsluna
Þau fyrirtæki sem útbúa eigið rafrænt námsefni í rafrænu námsumhverfi fyrir félaga SVS geta sótt sérstaklega um styrk til sjóðsins vegna námsefnisgerðarinnar. Sjóðurinn veitir allt að kr. 400.000 í styrk vegna eigin námsefnisgerðar. Hámarksfjöldi styrkja til eigin námsefnisgerðar eru fjórir á almanaksári. Styrkurinn er reiknaður út frá hlutfalli félaga SVS sem markhóps námsefnisins og stuðst við 90% viðmið af reikningi.
Styrkur fyrirtækja til námsefnisgerðar í rafrænu námsumhverfi - forsendur og fylgigögn:
- Rafrænt námsumhverfi til staðar hjá fyrirtækinu
- Nákvæm lýsing á námskeiði og handrit
- Upplýsingar um markhóp námskeiðsins
- Tímafjöldi námsefnisgerðar