Fara á efnissvæði

Markviss menntastefna

Viðmið SVS við mat á markvissri menntastefnu fyrirtækja

Fyrirtæki sýnir fram á fræðslustefnu/verklagsreglu þar sem fram kemur

  • Stefna fyrirtækisins í fræðslumálum starfsfólks – framtíðarsýn
  • Hlutverk starfsfólks er skilgreint í stefnunni
  • Hlutverk stjórnanda er skilgreint í stefnunni
  • Skilgreint er hvernig nám er í boði að sækja, t.d. starfstengt, almennt bóklegt nám, tölvunám, tungumálanám og svo framvegis.
  • Þátttaka starfsfólks í fræðslu er skráð
  • Fyrirtækið hvetur og stuðlar að frekari hæfniaukningu starfsfólks og ýtir undir hvata

Fyrirtæki skilar inn fræðsludagskrá/ fræðsluáætlun og þar kemur fram

  • Titill námskeiða/ fræðslu
  • Lýsing/markmið fræðslu
  • Hvernig fræðsla fer fram (rafræn, á staðnum, í fræðsluumhverfi..)
  • Tímasetningar
  • Markhópar

Fyrirtæki tilgreinir hvernig fræðsluþörf er greind

  • Er fræðsluþörf rædd í starfsmannasamtölum?
  • Hvaða aðrar leiðir eru nýttar í greiningu á fræðslu?
  • Er hugað að þörfum allra starfshópa?

Athygli skal vakin á því að stuðst er við ofangreind viðmið en ekki eru sett skilyrði að fyrirtæki uppfylli hvert og eitt einasta viðmið við mat sjóðsins á menntastefnu fyrirtækis.