Fylgigögn vegna umsóknar fyrirtækja um lækkað iðgjald
1
Sundurliðað kostnaður fræðslu
- Sundurliðað yfirlit yfir kostnað fyrirtækis sl. tveggja ára vegna fræðslu starfsmanna í VR/LÍV sem tiltekur bæði til innri, aðkeyptrar og rafrænnar fræðslu sé hún til staðar. Styðjast skal við excel-skjal, sjá hlekk hér að neðan.
2
Fræðsluáætlun
- Fræðsluáætlun núverandi eða komandi árs, auk áætlana sl. tveggja ára.
3
Virk menntastefna
- Gögn sem staðfesta að virk menntastefna sé til staðar innan fyrirtækis
4
Skýr gögn
- Mikilvægt er að aðsend gögn séu skilmerkileg
Skilyrði vegna umsókna um lækkun á iðgjaldi
Fyrirtækið standi í skilum við sjóðinn og hafi greitt iðgjöld s. 12 mánuði samfellt.
Félagsmenn í VR/LÍV eigi kost á að sækja þau námskeið sem eru í boði.
Í boði séu bæði fagnámskeið og námskeið almenns eðlis.
Ekki er greitt fyrir launakostnað starfsmanna vegna námskeiða.
- Fyrirtæki á lækkuðu iðgjaldi geta ekki sótt um aðra styrki til sjóðsins. (Fyrirtæki á lækkuðu iðgjaldi geta sótt um sameiginlegan styrk en fá ekki styrkinn greiddan frá sjóðnum, heldur skrá hann sérstaklega hjá sér í sundurliðaðan kostnað).
- Samþykki stjórn lækkun iðgjaldagreiðslna úr 0,30% í 0,10% tekur hún gildi frá og með næstu mánaðamótum eftir samþykki og gildir fyrst í eitt ár. Endurnýi fyrirtækið undanþágubeiðni sína gildir hún eftir það í tvö ár í senn en tilskilin gögn þurfa að fylgja í hvert sinn.
- Umsókn um endurnýjun þarf að berast sjóðnum a.m.k. einum mánuði áður en undanþágan fellur úr gildi og iðgjaldið hækkar í 0,30%.