Fara á efnissvæði

Innleiðing eða námskeið?

Innleiðing eða námskeið ?

Þegar umsókn berst í Áttina tengt innri starfsemi fyrirtækis, úttekt á starfsemi, stefnumótun, framtíðarsýn, eða vinnu við innleiðingu tengt innri starfsemi ákveðins fyrirtækis, þá lítur sjóðurinn á slíkt sem innleiðingu innan þess fyrirtækis en ekki sem námskeið.

Sjóðurinn veitir fyrirtækjum sem eiga rétt í sjóðinn styrki vegna námskeiðsgjalda, námsgjalda og ráðstefnugjalda. Skilgreind aðkeypt námskeið innan fyrirtækja verða að falla að viðmiðum sjóðsins um skilgreiningu á námskeiði.

  • Skilgreint upphaf og endir
  • Upplýsingar námskeiðs aðgengilegar og skýrar
  • Námskeiðið verður að fylgja fyrirfram ákveðinni áætlun eða skilgreiningu
  • Önnur fyrirtæki geta keypt sambærileg námskeið

Ráðgjöf, innleiðing, persónuleg áætlun og handleiðsla uppfylla ekki skilyrði námskeiðs

Hér geta vinnustofur tengdar stefnumótun innan fyrirtækis eða vinnu við framtíðarsýn fyrirtækis því miður ekki fallið undir skilgreiningu námskeiðs þar sem verið er að skilgreina, meta og túlka innri starfsemi og mögulegar úrbætur.