Fræðslustjóri að láni (FAL) er árangursmiðað verkfæri sem miðar að því að samhæfa og nýta lausnir sem þegar eru til, ýmist innan fyrirtækjanna og/eða hjá símenntunarstöðvum eða öðrum fræðsluaðilum. Mikið er til af góðum náms- og þjálfunarúrræðum á vinnumarkaðnum.
Allar nánari upplýsingar og umsóknir fara í gegnum Áttina sameiginlegan vef átta starfsmenntasjóða á almenna markaðinum.