Veittur er styrkur allt að 50% af námskeiðsgjaldi en að hámarki 40.000 kr. á ári . Upphæðin dregst frá hámarksstyrk ár hvert en hefur ekki áhrif á uppsöfnun.
Tómstundanámskeið verða að falla að viðmiðum sjóðsins um námskeið. Sjá nánar hér. Þau mega vera byrjendanámskeið, en athuga skal sérstaklega að iðkun í sama fagi er ekki styrkhæf. Einkatímar í tómstund og meðferðarúrræði falla ekki undir viðmið sjóðsins um námskeið. Aðeins er hægt að sækja um styrk vegna námskeiða sem haldin eru innanlands.
Með umsókn þarf að fylgja
1
Reikningur á nafni félaga
Reikningur sem er á nafni félaga þar sem fram kemur nám/námskeiðslýsing og nafn fræðsluaðila
2
Staðfesting á greiðslu
Staðfesting á greiðslu, t.d. skjámynd úr heimabanka eða greiðslukvittun
Skilyrði fyrir styrkveitingu
- Námskeið fellur að viðmiðum sjóðsins um námskeið - sjá nánar hér
- Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða
- Ekki er hægt að sækja um styrk oftar en einu sinni vegna sama reiknings
Félagsfólk sækir um styrk í gegnum sitt stéttarfélag. Félagsfólk VR sækir um styrk á Mínum síðum á vef VR.