Veittur er styrkur fyrir 90% af námi/starfstengdu námskeiðsgjaldi/ráðstefnugjaldi að hámarki 180 þúsund á ári. Upphæðin dregst frá hámarksstyrk.
Fylgigögn umsókna
1
Reikningur á nafni félaga
Reikningur á nafni félaga þar sem fram kemur nám/námskeiðslýsing ásamt nafni og kennitölu fræðsluaðila.
2
Staðfesting á greiðslu
Staðfesting á greiðslu, t.d. skjámynd úr heimabanka eða greiðslukvittun.
3
Upplýsingar
Upplýsingar um nám/námskeið/ráðstefnu þegar óljóst er hver starfstengingin er. Tengill á vefsíðu vegna ráðstefnu þarf einnig að fylgja umsókn.
4
Ef nám/námskeið/ eða ráðstefna er sótt erlendis
Með námi/námskeiði og ráðstefnu sem sótt er erlendis þarf að fylgja lýsing með umsókn og tengill á vefsíðu fræðsluaðila/ráðstefnuahaldara. Starfstenging þarf að liggja fyrir með umsókn. Einingabært nám þarfnast ekki rökstuðnings með umsókn.
Ef ekkert hefur verið sótt um í starfsmenntasjóðinn í þrjú ár í röð er hægt að sækja um styrk fyrir 90% af námskeiðsgjaldi að hámarki 540.000 kr. fyrir einu samfelldu námi. Aðeins er hægt að sækja um styrkinn í einu lagi. Greiðslur til sjóðsins þurfa að hafa borist að lágmarki í 30 mánuði af síðustu 36 mánuðum fyrir dagsetningu umsóknar.
Undir starfstengda styrki falla starfstengd námskeið, starfstengd netnámskeið, almennt nám til eininga, raunfærnimat, tungumálanámskeið, sjálfstyrkinganámskeið innanlands og ráðstefnur sem tengjast starfi umsækjanda. Sjá nánar hér.