Fara á efnissvæði

Ferðastyrkir til einstaklinga

Veittur er 50% styrkur af ferða- og gistikostnaði að hámarki kr. 50.000 á ári þegar félagi sækir starfstengt nám, námskeið, starfstengda fræðsluferð fyrirtækis eða ráðstefnu utan lögheimilis. Ferðastyrkurinn dregst frá árlegum hámarksstyrk.

 

Nota má afgang af 540 þúsunda kr. uppsöfnuðum rétti til starfstengds náms í ferðastyrk að hámarki kr. 150.000 en þó ekki hærra en 50% af ferða- og gistikostnaði.

Skilyrði fyrir ferðastyrk

  • Ferð tengist námi, starfstengdu námskeiði/ráðstefnu eða starfstengda fræðsluferð fyrirtækis
  • Reikningur á nafni félaga og ekki eldri en 12 mánaða
  • Vegalengd milli dvalarstaðs og fræðslustofnunar er meiri en 50 km
  • Skila þarf inn sérumsókn um ferðastyrk

 

Fylgigögn með umsókn um almennan ferðastyrk

1

Reikningur á nafni félaga

Á reikningi verður að koma fram kostnaður vegna ferðalags

2

Staðfesting á greiðslu

T.d. skjámynd úr heimabanka eða greiðslukvittun

3

Upplýsingar/ staðfesting

Upplýsingar um nám/námskeið/ráðstefnu og staðfesting á mætingu þegar það á við, t.d. í staðlotur

4

Ferðist félagi á eigin bíl

Skila þarf fjölda km ásamt dagsetningu ferðar og staðfestingu á mætingu verður að fylgja með umsókn.

 

Farið er eftir kílómetragjaldi Fjármála- og efnahagsráðuneytis ríkisins við afgreiðslu slíkra ferða

 

Ferðastyrkur vegna skipulagðra fræðsluferða

Þegar um skipulagðar fræðsluferðir er að ræða þá eru skilyrði fyrir veitingu ferðastyrks að félagi greiði ferða- og gistikostnað. Undir skipulagðar fræðsluferðir falla skipulagðar heimsóknir í fyrirtæki, skipulagðar ferðir í tengslum við starfstengt nám, námskeið, eða ráðstefnu sem ekki er sérstaklega greitt þátttökugjald fyrir. Athugið að ferðir vegna sölu/vörusýninga, starfsþjálfunar og sjálfstyrkingarnámskeiða erlendis eru ekki styrkhæfar.

 

Mikilvægt er að ferða- og gistikostnaður sé sundurliðaður þegar um heildarpakka er að ræða þar sem sjóðurinn veitir ekki styrk fyrir uppihaldi.

Fylgigögn með umsókn um ferðastyrk vegna skipulagðra fræðsluferða

1

Reikningur á nafni félaga

  • Reikningurinn verður að vera greiddur og staðfesting á greiðslu skal fylgja með

2

Dagskrá ferðar

  • Hvaða staðir eru heimsóttir
  • Hvert efni kynningar er á hverjum stað og tímasetningar

 

3

Tilgangur ferðar

  • Tilgangi ferðarinnar lýst
  • Hvernig hún tengist starfi þátttakenda

4

Staðfesting á þátttöku

  • Staðfesting á þátttöku í formi áritaðs bréfs frá yfirmanni eða umsjónarmanni ferðarinnar skal fylgja umsókn