Fara á efnissvæði

Einstaklingsstyrkir

Félagsfólk VR og annarra aðildarfélaga innan Landssambands íslenskra verzlunarmanna (LÍV) getur sótt um styrki vegna náms, starfstengdra námskeiða og ráðstefna, tómstundanáms, raunfærnimats og ferðakostnaðar vegna starfstengds náms/ námskeiða og ráðstefna samkvæmt reglum sjóðsins.

Ekki er hægt að sækja um styrk oftar en einu sinni vegna sama reiknings.

 

Félagsfólk sem eru á endurhæfingarlífeyri eða örorkulífeyri heldur fullum rétti í 12 mánuði frá því að greiðslur atvinnurekanda hætta að berast vegna þeirra til sjóðsins og heldur rétti í 36 mánuði vegna tómstundastyrks. Réttindi miðast við síðustu greiðslur atvinnurekanda sem berast í sjóðinn.

 

Athygli er vakin á því að sjóðurinn fær ekki upplýsingar um þá einstaklinga sem eru á endurhæfingarlífeyri eða örorkulífeyri. Því bendum við á að einstaklingar á endurhæfingar- eða örorkulífeyri þurfa að skila inn afriti af örorkuvottorði frá Tryggingastofnun eða staðfestingu á töku endurhæfingalífeyris með umsókn í starfsmenntasjóðinn.

Sjá reglu nr. 1.2. í reglum sjóðsins