Skilyrði fyrir inngöngu í námið er að vinnustaður viðkomandi gerist aðili að verkefninu með því að skilgreina 15 eininga vinnustaðanám sem er sérhæft viðkomandi vinnustað.
Raunfærnimat er í boði fyrir umsækjendur sem búið er að samþykkja. Raunfærnimat er ferli þar sem ákveðin aðferðarfræði er notuð til þess að meta og staðfesta færni án tillits til þess hvar hennar hefur verið aflað. Þeir sem fara í raunfærnimat og fá hæfni sína staðfesta á formlegan hátt, geta látið staðar numið þar og nýtt niðurstöðuna til starfsþróunar. Aðrir, sem það kjósa, geta nýtt raunfærnimatið til styttingar á Fagnámi verslunar og þjónustu.