Fara á efnissvæði

BS-nám í verslun og þjónustu

BS-nám í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun í verslun og þjónustu er í boði hjá Háskólanum á Bifröst. Námið miðar að því að mæta sívaxandi kröfum atvinnulífisins um faglega hæfni og sérþekkingu á sviði verslunar og þjónustu. Með náminu er áskorunum gagnvart örum breytingum, alþjóðlegri samkeppni, stafrænum umbreytingum og breyttum þörfum neytenda mætt. Námið veitir nemendum breiða þekkingu og traustan grunn í stjórnun, rekstri og þjónustu verslunar- og þjónustufyrirtækja og stuðlar að víðtækri hæfni nemenda til starfa í verslun og þjónustu.

 

BS-námið í verslun og þjónustu sameinar kenningar úr viðskiptafræði, verslunarfræðum, þjónustufræðum og markaðsfræði. Nemendur fá innsýn í stjórnunarhætti, rekstur og þjónustuáskoranir og undirbúa námskeiðin nemendur sérstaklega fyrir spennandi störf í krefjandi og síbreytilegu umhverfi.